Fréttir

Fugla BINGÓ!

Ég er búin að setja saman fugla-bingó, ath ekki allir fuglar Íslands innifaldir (vonandi fyrirgefið þið mér það). En þetta gæti verið skemmtileg aðferð til að kenna krökkunum á íslensku fuglanna eða bara fyrir ykkur sjálf ef þið viljið læra þá betur. Gott væri auðvitað að hafa alltaf með sér fuglavísi/fuglabók í bílnum á ferðalögum sínum í sumar!

ATH það eru til 12 spjöld (númer 9 ætti að vera auðvelt) Hverja mynd þarf að velja og afrita (copy) yfir í eitthvað forrit sem hentar ykkur til að prenta, t.d. er hægt að afrita spjald í word og svo skella í prent.  Öll spjöldin má nálgast hér!

Njótið og endilega deilið, ég setti þetta saman til fræðslu og skemmtunar.

OG sorrý mér finnst ógeðslega leiðinlegt að teikna fætur svo sumir fuglar eru kannski skrítnir og sumir eru kannski krassaðir upp í flýti. En þar sem ég vildi ekki taka myndir af netinu og vera ásökuð um netstuldur, teiknaði ég þetta snögglega upp.

Með von um skemmtilegt fugla sumar!

Kv. Ellen Magnúsdóttir

Jólamarkaður Hjartatorgi 2022

EM ART verður á jólamarkaðinum Hjartatorgi 18.desember. Markaðurinn er opinn frá 13:00- 18:00 

Föndurkvöld nóv-des 2022
Ég ætla að bjóða upp á eyrnalokka-föndur kvöld fyrir jólin. Góð jólagjöf fyrir glisgjarna og extra ást þegar búið er til af vini eða fjölskyldumeðlimi 😍
Ef þú hefur áhuga að bjóða vinum þínum í föndur kvöld í þínu heimahúsi hafðu samband: ellen@emart.is eða gegnum FB síðuna mína EM ART.
Ég kem með allt sem þarf og hver einstaklingur fer heim með 4-6 lokka eftir kvöldið. Verðið er 3500.kr á mann, miðað við 4-8 manns.
Ég er með mikið úrval af allskonar steinum og perlum, einnig er ég með allskonar festingar í mörgum litum (gylltar, silvraðar, gráar, svartar)

Fugla Bingó