Jólamarkaðurinn Heiðmörk 1-2.des

EM ART verður á jólamarkaðinum um helgina 1-2. desember. Aðeins þessa einu helgi! Endilega kíkið við og upplifið jólastemminguna!

Sjá viðburðinn á Facebook hér

“Jólamarkaðurinn Í Heiðmörk opnar með pomp og prakt laugardaginn 1.des klukkan 12:00. Þá verður Jólatréið tendrað, en það er skreytt af Lóu Hlín HJálmtýsdóttur í ár. Kór Norðlingaholtsskóla syngur jólalög á markaðstorgi, handverks og matarmarkaðurinn verður stútfullur af alls kyns handgerðum vörum og innlendri matarhefð. Menningardagkráin er afar spennandi í ár: Upplestur Rithöfunda er klukkan 13:00 á Kaffistofu, Barnastund í Rjóðrinu hefst klukkan 14:00 og tónlistarmenn spila ljúfa tóna á Kaffistofu klukkan 15:30. Verið hjartanlega velkomin með stórfjölskylduna í vetrarparadísina í skóginum í rétt korter fjarlægð frá ysi og þysi miðborgar.”